220 GEYMSLUR

Vetrargeymsla fyrir ferðavagna og tæki

Skilmálar fyrir vetrargeymslu

  • Öll ferðatæki sem koma í geymslu þurfa að vera bruna og kaskótryggð. Leigusalinn ber ekki ábyrgð í neinum tilfellum á tjóni sem kann að verða á tækjum sem eru tekin til geymslu.

  • Ferðatækið sem þú skráir er alfarið á ábygrð eiganda þess í geymslunni. Það er á ábyrgð eiganda að  fjarlægja/aftengja rafgeymi og fjarlægja gaskúta úr tækjum. Eigendur þurfa að tæma vatnstanka, ferðasalerni og annan búnað sem vökvi getur frosið í, eða vera með neysluvatnsfrostlög á vatnskerfinu.

  • Það er ekki hægt að nálgast ferðatækin fyrr en á auglýstum afhendingardegi, eftir að tækið er komið í geymslu er húsinu lokað.

  • Vakin er sérstök athygli á því að ferðatæki sem hafa verið sett út eftir vetrargeymslu eru alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Leigusali ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að verða á tækjum á útisvæði.

  • Ferðatækin þurfa að vera sótt á afhendingardegi. Dagsektir 5.000 kr. á dag ef tækin er ekki sótt á umsömdum degi.